Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka

Tilvísun: 201111-0017

Reykjavík 25.11 2011

 

 

 

Efni: Frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (107 mál).

Alþýðusamband Íslands leggst ekki gegn frumvarpi þessu en leggur til að upp í greinargerð frumvarpsins verði tekin skýring sem tryggi að samtök launafólks sem eru stærstu frjálsu félagasamtök á Íslandi sem starfa í þágu almennings sem og sjóðir þeirra sem notaðir eru til sömu og samkynja verkefna og þeir málaflokkar sem tilgreindir eru í 16. gr. reglugerðar nr. 483/1994 lúta að, séu án vafa í hópi þeirra sem lögin og reglugerðin taka til.

 

Virðingarfyllst, 

Magnús M. Norðdahl hrl.  

Lögfræðingur ASÍ