Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um sjúkratryggingar (flóttamenn)

Reykjavík: 31.10.2014
Tilvísun: 201410-0038

Efni: Frumvarp til laga um sjúkratryggingar (flóttamenn), 242. mál

Samkvæmt markmiðum sínum er frumvarpinu ætlað að styrkja réttarstöðu þeirra einstaklinga sem fá réttarstöðu flóttamanna án þess að koma hingað til lands í boði stjórnvalda. ASÍ styður þessi markmið og samþykkt frumvarpsins. ASÍ vekur athygli nefndarinnar á því, að þeir einstaklingar sem fá dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum, njóta ekki þessarar réttarstöðu. Gild rök má færa fram fyrir því að staða þeirra og þörf fyrir aðstoð sé hin sama þeirra sem fá stöðu flóttamanna. ASÍ telur því bæði eðlilegt og rétt að jafnræðis verði gætt í þessu efni sömu reglur verði látnar gilda um þá sem veitt er skjól hér á landi af mannúðarástæðum.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl., 
lögfræðingur ASÍ