Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar)

Reykjavík: 30.9 2015
Tilvísun: 201509-0009

Efni: Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál

Frumvarpi þessu er ætlað að bæta réttarstöðu aldraðra vegna kaupa á íbúðarétti hjá sjálfseignarstofnunum og styður Alþýðusamband Íslands þau markmið. ASÍ vill um leið vekja athygli á því, að full þörf er á því að taka búsetumál aldraðra og ábyrgð á þeim í heild sinni til endurskoðunar m.a. með tilliti til skilgreiningar og flokkunar á búsetuúrræðum með tilliti til þess hvaða þjónusta fylgi hverju búsetuúrræði og hver ber ábyrgð á þeirri þjónustu svo sem hvort um sé að ræða öryggisíbúðir, þjónustuíbúðir o.fl.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ