Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu

Reykjavík, 12.11.2014


Efni: Umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál
Frumvarpi þessu er ætlað að sameina í eina þjónustumiðstöð þrjár stofnanir velferðarráðuneytisins sem hafa á hendi þjónustu við fatlað fólk. Hlutverk miðstöðvarinnar verði að annast ráðgjöf, greiningu, meðferð, hæfingu og endurhæfingu á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. ASÍ hefur eftirfarandi athugasemdir og ábendingar er varða frumvarpið:
Í 3. gr. frumvarpsins eru hugtök skilgreind þar á meðal hugtakið endurhæfing: „16. Endurhæfing: Meðferð eða þjálfun sem stefnir að því að einstaklingur nái færni sem hann hafði áður.“
ASÍ telur mikilvægt að skýrt verði betur í frumvarpinu að hér sé ekki átt við atvinnutengda starfsendurhæfingu eins og kveðið er á um í lögum 60/2012.

F.h. Alþýðusambands Íslands
Lilja Lind Pálsdóttir,
hagfræðingur ASÍ