Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd og breytingar á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd

Frumvarp til laga um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd og breytingar á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd

Sú samvinna milli innlendra og erlendra yfirvalda á sviði neytendamála sem fjallað er um reglugerð Evrópuþingsins nr. 2006/2004 er til þess fallin að auka vernd neytenda og koma á mikilvægri samvinnu milli stofnanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Nauðsynlegt er að þau lögbæru stjórnvöld sem bera ábyrgð á framkvæmd laganna hafi skýrt verksvið og valdheimildir til að framfylgja þeim. Þær tillögur sem er að finna í frumvarpinu eru til bóta hvað þetta varðar og styrkja stöðu neytendamála hér á landi.

 F.h. Alþýðusambands Íslands,

Henný Hinz

Hagdeild ASÍ