Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (heildarlög)

Reykjavík: 29.10.2012
Tilvísun: 201210-0027
 
 
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (heildarlög), 194. mál.
 
 
Alþýðusamband Íslands fagnar þeirri viðleitni til aukinnar starfsmannaverndar sem fram kemur í 12. gr. frumvarpsins. Hins vegar hvetur Alþýðusambandið Alþingi til þess að víkka þetta ákvæði út þannig að það nái til alls starfsfólks Ríkisútvarpsins. Ekki verður séð að málefnaleg sjónarmið geti leitt til þess að einn hópur starfsfólks Ríkisútvarpsins njóti aukinnar verndar umfram aðra hópa. Eðlilegast er að sjálfsögðu að jöfnunin fari upp á við.
 
Því nýmæli er fagnað að starfsfólk Ríkisútvarpsins fái sinn fulltrúa inn í stjórn félagsins, sbr. 9. gr. frumvarpsins.
 
Alþýðusamband Íslands gerir ekki aðrar efnislegar athugasemdir við framvarpið.
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson.  
lögfræðingur hjá ASÍ