Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu (val stjórnarmanna)

Reykjavík 27.06 2013                            
 

Efni: Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu (val stjórnarmanna), 11. mál.

Með vísan í fyrri umsagnir Alþýðusambands Íslands um frumvörp er varða Ríkisútvarpið (56. mál á 133. löggjafaþing / 194. mál á 140. löggjafaþing), er sú skoðun ítrekuð að mikilvægt sé að tryggja faglegt sjálfstæði Ríkisútvarpsins.

Í ofangreindu samhengi er það skoðun Alþýðusambands Íslands að sú breyting sem í þessu frumvarpi felst um að horfið sé frá því að Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins tilnefni áheyrnarfulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins sé skref í ranga átt. Alþýðusamband Íslands skorar því á Allsherjar- og menntamálanefnd að koma með breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að áheyrn og aðkoma Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins verði tryggð.

 

Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson,
lögfræðingur hjá ASÍ