Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hækkun starfslokaaldurs)

Reykjavík 13.12 2018
Tilvísun: 201811-0044

Efni: Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hækkun starfslokaaldurs), 37. mál

Markmið frumvarpsins er að gera starfsmönnum ríkisins kleift að vinna eftir 70 ára aldur, kjósi þeir það. ASÍ er hlynnt því að frá hverskonar órökstuddri og ómálefnalegri mismunun vegna aldurs verði horfið. Breytingin ef samþykkt verður mun hafa áhrif á kjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og ríkisins og samskonar ákvæði eins og frumvarpinu er ætlað að breyta eru í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og sveitarfélaganna. Það er skoðun ASÍ að allar breytingar sem varða starfskjör launafólks hjá hinu opinbera eigi að vinna í samvinnu viðeigandi aðila kjarasamninga.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ