Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um rannsóknarnefndir

Reykjavík 14. janúar 2011

Tilvísun: 201012-0027

Efni: Frumvarp til laga um rannsóknarnefndir (heildarlög), 348. mál.

Alþýðusambands Íslands styður framgang þessa máls. Efnislegar athugasemdir eru ekki gerðar við einstök ákvæði frumvarpsins. Þó er vakin athygli á því, að frumvarpið geymir ákvæði um hvernig rannsóknarnefnd er komið á sbr. 2.mgr. 1.gr., en er þögult um það hvort Alþingi t.d. að afstöðnum kosningum geti með nýrri þingsályktun sett slíka nefnd af áður en hún líkur störfum eða breytt því sem rannsaka á eða hvernig haga skuli rannsókninni.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.

Lögfræðingur ASÍ