Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga

Reykjavík, 5. maí 2008

Tilvísun: 200804-0032

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, 541. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, 541. mál, löggilding á rafverktökum.

Með frumvarpinu er verið að setja ákveðin skilyrði fyrir löggildinu rafverktaka í lög. Um er að ræða sömu ákvæði og hafa verið í reglugerð um raforkuvirki en ekki reyndist vera nægileg stoð fyrir þeim í lögum. Með frumvarpinu er verið að veita reglugerðarákvæðum fullnægjandi lagastoð.

Alþýðusambandið telur að hér sé um verulega bót á lögum um öryggi raforkuvirkja nr. 146/1996 og með frumvarpinu sé tekið á ákveðinni réttaróvissu.

Alþýðusambandið styður því frumvarpið.

 

  

F.h. Alþýðusambands Íslands,

 

_____________________________

Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur