Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um opinbera háskóla

Reykjavík, 6. maí 2008

Tilvísun: 200804-0043

 

Opinberir háskólar 546. mál

Umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um frumvarp til laga um opinbera háskóla. Lagt fyrir 135. löggjafarþing 2007-2008.

Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Það er skoðun ASÍ að frumvarpið uppfylli ágætlega öll helstu markmið sem gera þarf til laga um opinbera háskóla. Þá er samþykkt frumvarpsins mikilvæg forsenda þess að orðið geti af sameiningu HÍ og KHÍ nú í sumar eins og unnið hefur verið að og full samstaða er um.

Í ljósi framanritaðs leggur Alþýðusamband Íslands til að frumvarpið verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst

Halldór Grönvold

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ