Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar

Reykjavík 15.2 2019
Mál: 201901-0042

Efni: Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar, 436 mál

Alþýðusamband Íslands gerir ekki efnislegar athugasemdir að öðru leyti en því að fagna því að fyrningarfrestur vegna líkamstjóna verði rýmkaður og verði 10 ár. ASÍ vill að því verði sérstaklega haldið til haga við afgreiðslu málsins á Alþingi að hin nýja lagasetning gefi ekki tilefni til þess að iðgjöld ökutækjatrygginga verði hækkuð.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl,
lögfræðingur ASÍ