Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um neytendalán

Reykjavík: 29.10.2012
Tilvísun: 201210-0022
 
 
 
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendalán, 220. mál
 
Alþýðusamband Íslands fagnar þeim nauðsynlegu réttarbótum á lögum um neytendalán sem fram koma í frumvarpi þessu. Alþýðusamband Íslands telur að áhrif frumvarpsins hvað varðar aukið greiðslumat; réttinn til að falla frá lánssamningi innan 14 daga; reglur um uppgreiðslugjald; og síðast en ekki síst hámark á árlega hlutfallstölu kostnaðar, muni hafa jákvæð áhrif á neytendalánamarkaðinn til lengri og skemmri tíma litið.
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson  
lögfræðingur hjá ASÍ