Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um lyfjalög og landlækni og lýðheilsu (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra)

Reykjavík 13.11 2018
Tilvísun: 201811-0007

Efni: Frumvarp til laga um lyfjalög og landlækni og lýðheilsu (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra), 266. mál

ASÍ leggst ekki gegn frumvarpi þessu en telur að almennt eigi að takmarka heimildir til þess að ávísa lyfjum við lækna. ASÍ bendir á í þessu sambandi, að á síðustu árum hefur verið þróaður einfaldur og endurgjaldslaus aðgangur að læknum í gegnum heilsuveru.is m.a. til þess að fá ávísað lyfjum og því spurning hvort við núverandi aðstæður sé rétt að auka heimildir annarra til þess að ávísa lyfjum.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ