Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna, 244. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna, 244. mál.

Tilgangur frumvarpsins er að taka upp rafræna lögskráningu meðal skipverja. Í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þetta muni einfalda framkvæmd skráningarinnar. Þá er í frumvarpinu lögð til sú breyting að lögskráningin taki til allra sjómanna en í gildandi lögum nær skráningarskyldan ekki til sjómanna á skipum undir 20 tonnum.

Alþýðusambandið gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en leggur áherslu á að fyllstu öryggissjónarmið verði höfð að leiðarljósi við breytingarnar.

Virðingarfyllst,
Stefán Úlfarsson
Hagdeild ASÍ