Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis

Reykjavík 27. október 2010

Tilvísun: 201010-0029

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis, 49. mál

Vísað er til fyrri umsagnar um sama mál á 138 þingi en þar tók Alþýðusamband Íslands undir þau sjónarmið sem liggja til grundvallar frumvarpi þessu um að löggjafarhættir skuli vera vandaðir og löggjöf standast ákvæði stjórnarskrárinnar og í samræmi við gildandi lög og þjóðréttarskuldbindingar íslenska ríkisins.

Alþýðusamband Íslands tekur ekki afstöðu til þess hvort sú leið sem farin er með frumvarpinu fullnægi best þeim markmiðum.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.

Lögfræðingur ASÍ