Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningarréttur erlendra ríkisborgara)

Reykjavík: 27.04 2017
Tilvísun: 201704-0009


Efni: Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningarréttur erlendra ríkisborgara), 258. mál

Alþýðusamband Íslands styður þau meginsjónarmið sem liggja að baki frumvarpinu. Með frumvarpinu fylgir ekki greining á þjóðerni og búsetulengd erlendra ríkisborgara hér á landi en meginrökin á bak við réttinn til þess að hafa áhrif á nærsamfélag sitt er órjúfanlega tengdur því að viðkomandi taki sér í raun bólfestu í því sama samfélagi en eigi hér ekki skammtímadvöl. ASÍ telur því að betur fari á því að Ísland fylgi fordæmi Noregs þ.a. norðurlandabúar öðlist þennan rétt þegar í stað en aðrir að liðnum 3 árum.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ