Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka)

Reykjavík: 16.03.2015
Tilvísun: 201503-0004

Efni: Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 57. mál

Alþýðusamband Íslands hefur, er málið var lagt fram á fyrri löggjafarþingum, gefið eftirfarandi umsögn sem nú er ítrekuð:

Alþýðusamband Íslands gerir engar efnislegar athugasemdir við frumvarp þetta.

Frumvarpið felur í sér hófsama og skynsamlega tillögu í þá átt að gera þeim auðveldara fyrir sem vilja nýta atkvæði sitt til persónukjörs þvert á flokka. Slík breyting verður að teljast skynsamleg enda verði það að teljast lýðræðislegt að búa þannig um kosningakerfið að lýðræðishugmyndum sem flestra sé mætt án þess að gengið sé of langt á þætti er varða skilvirka framkvæmd kosninga. Að mati Alþýðusambands Íslands mætir frumvarp þetta ofangreindum sjónarmiðum og er því lagt til að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi.


Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson.
Lögfræðingur hjá ASÍ