Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi

Reykjavík 18.05.2010

Tilvísun: 201005-0002

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, 574. mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, 574. mál

Alþýðusamband Íslands styður þá breytingu sem felst í frumvarpinu að hverfa frá því fyrirkomulagi að gera sértæka fjárfestingarsamninga vegna einstakra verkefna á grundvelli sérstakra heimildarlaga frá Alþingi en setja þess í heildstæða löggjöf sem myndi ramma utan um þær ívilnanir sem stjórnvöldum er heimilt að veita vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

Alþýðusamband Íslands telur mikilvægt að örva og efla fjárfestingu í atvinnurekstri á Íslandi með því að tilgreina með gegnsæjum hætti í lögum hvaða heimildir stjórnvöld og sveitarfélög hafa til að veita skilgreindar ívilnanir til fjárfestingarverkefna. Slík lagasetning eflir samkeppnishæfni Íslands gagnvart erlendri fjárfestingu og gerir Íslandi betur kleift að nýta þá sérstöðu sem landið hefur upp á að bjóða.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að Alþingi samþykki frumvarpið.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

_________________________________

Ólafur Darri Andrason

Hagfræðingur ASÍ