Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (biðtími vegna refsinga o.fl.)

Reykjavík 07.11 2011

Tilvísun: 201111-0006

Efni: Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (biðtími vegna refsinga o.fl.), 135. mál.

Alþýðusamband Íslands gerir ekki efnislegar athugasemdir við einstakar greinar. ASÍ tekur undir athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindastofu Íslands og Fjölmenningarseturs við flutning málsins á síðasta þingi varðandi nauðsynlegar breytingar til þess að koma til móts við útlendinga hér á landi sem t.d. eru ekki læsir á eigið tungumál eða ólæsir á latneskt letur. Jafnframt er vakin athygli á því að svipaðir erfiðleikar geta mætt fötluðum einstaklingum, fólki sem komið er yfir miðjan aldur og þeim sem glíma við námsörðugleika m.a. vegna áfalla.

Virðingarfyllst, 

Magnús M. Norðdahl hrl.  

Lögfræðingur ASÍ