Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög)

Reykjavík 11.janúar 2016
Tilvísun: 201512-0024

Efni: Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál.
Frumvarpið er í megindráttum samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á 144. þingi – mál 788.

Alþýðusambandið ítrekar fyrri umsögn sína um málið og leggur áherslu á að stórir hópar fólks búa við mikið óöryggi á húsnæðismarkaði og hafa húsnæðiskostnað sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þetta veldur fjölskyldum bæði félagslegum og fjárhagslegum vanda sem er ólíðandi. Aukinn stuðningur við leigjendur er mikilvægur liður í að koma til móts við þennan vanda.

Alþýðusambandið hefur á liðnum misserum komið að víðtækri stefnumótun í húsnæðismálum þar sem ítrekað hefur verið fjallað um nauðsyn þess að auka stuðning við leigjendur og auka jafnræði milli kaupenda og leigjenda. Húsnæðismál skipuðu einnig veigamikinn þátt við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sl. vor og lagði verkalýðshreyfingin ríka áherslu á að stjórnvöld gerðu tafarlaust úrbætur í brýnum húsnæðismálum. Liður í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál til greiða fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði frá 28.maí 2015 var að stuðningur við leigjendur yrði aukinn og skyldi frumvarp þess efnis afgreitt á vorþingi 2015.

Alþýðusambandið styður framgangs málsins og væntir þess að Alþingi afgreiði það tafarlaust.


Virðingarfyllst,
Gylfi Arnbjörnsson
Forseti ASÍ