Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um húsaleigubætur

Reykjavík: 9.12.2013       
Tilvísun: 201312-0008

 

Efni: Frumvarp til laga um húsaleigubætur 147. mál.


Alþýðusamband Íslands gerir ekki athugasemdir við frumvarp þetta að öðru leyti en því að gildandi 2.mgr. 4.gr. er hlutlaus gagnvart því á hvaða stigi nám er. Engin ástæða er til þess að mismuna í rétti til bóta vegna náms innan sveitarfélags og mælir ASÍ með því að frumvarpinu verði breytt þannig að orðin „á framhalds- og háskólastigi“ verði felld út. 


Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,  
lögfræðingur ASÍ