Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um helgidagafrið (brottfall laganna)

Reykjavík 5.3 2018
Tilvísun: 201802-0058


Efni: Frumvarp til laga um helgidagafrið (brottfall laganna), 134. mál

Vísað er til fyrri umsagnar og er afstaða ASÍ óbreytt.

Almennir kjarasamningar gera ráð fyrir dagvinnu virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. Fyrir vinnu utan dagvinnutímabils á virkum dögum, á laugardögum, sunnudögum og á samningsbundnum frídögum greiðist ýmist almennt yfirvinnuálag (1,0385% af mánaðarlaunum) eða sérstakt stórhátíðarálag (1,375% af mánaðarlaunum). Ef samningsbundnir frídagar eru ekki unnir og falli þeir á virka daga eru þeir greiddir án vinnuframlags með dagvinnulaunum.

Samningsbundnir frídagar eru í tveimur flokkum:

Stórhátíðadagar þar sem greitt er stórhátíðarálag (1,375% af mánaðarlaunum) séu þeir unnir, teljast vera:

Nýársdagur (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Föstudagurinn langi (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Páskadagur (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Hvítasunnudagur, (l. 32/1997 og l. 88/1971)
17. júní (l. 88/1971)
Aðfangadagur eftir kl. 12:00 (l. 32/1997 frá kl. 18, l. 88/1971 frá kl. 13)
Jóladagur (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Gamlársdagur eftir kl. 12:00 (l. 32/1997 frá kl. 18, l. 88/1971 frá kl. 13)

Aðrir frídagar þar sem greitt er yfirvinnuálag (1,0385% af mánaðarlaunum) teljast vera auk laugardaga og sunnudaga:

Skírdagur (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Annar í páskum (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Uppstigningardagur (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Sumardagurinn fyrsti (l. 88/1971)
1. maí (l. 88/1971)
Annar í hvítasunnu (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Annar í jólum (l. 32/1997 og l. 88/1971)
Fyrsti mánudagur í ágúst (l. 88/1971)

Dagar þeir sem lög nr. 32/1997 telja upp eru skv. framansögðu ýmist launaðir með venjulegu yfirvinnuálagi eða stórhátíðarálagi.

Samkvæmt því frumvarpi sem til umsagnar er, skulu allir helgidagar sem taldir eru upp í lögum um 32/1997 um helgidagafrið, taldir eftirleiðis upp í lögum nr. 88/1971 auk þess sem 2.mgr. 6.gr. þeirra laga heldur sér en hún gerir fyrsta mánudag í ágúst að frídegi. Ekki er gert ráð fyrir því að breyta heimildum aðila vinnumarkaðar til þess að semja um frávik frá lögum 88/1971.

Samkvæmt framansögðu verður ekki séð að brottfall laga nr. 32/1997 muni hafa áhrif á kjarasamninga en æskilegt væri til þess að taka allan vafa af í því efni, að láta koma fram í greinargerð með lögunum, að þeim sé ekki ætlað að hafa nein áhrif á ákvæði kjarasamninga.


Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ