Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um greiðslur til líffæragjafa

Reykjavík, 2. mars 2009

Tilvísun: 200902-0022

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um greiðslur til líffæragjafa, 259 mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um greiðslur til líffæragjafa, 259 mál.

Með frumvarpinu er stefnt að því að tryggja réttindi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar.

Frumvarpið er byggt á tillögum vinnuhóps sem í sátu fulltrúar vinnumarkaðarins og fulltrúar stjórnvalda. Fulltrúar ASÍ stóðu að tillögum vinnuhópsins.

ASÍ mælir með samþykkt frumvarpsins.