Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti o.fl.

Reykjavík 05.05 2010

Mál: 201004-0025

 

Efni:  Umsögn um frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti o.fl. (510 mál ).

Alþýðusamband Íslands styður mjög eindregið samþykkt þessa frumvarps og hvetur til að afgreiðslu þess verði flýtt enda felast í því verulegar réttarbætur til handa þeim sem lenda í vanskilum með skuldir sínar eða gjaldþrotum.

Frumvarp þetta er samið í nánu samráði við ASÍ og er efnislega samhljóða þeim tillögum sem sambandið setti fram um bætta réttarstöðu skuldara snemma árs 2009.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

 

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ