Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um fyrningu kröfuréttinda

Um er að ræða nýtt heildstætt frumvarp um fyrningu kröfuréttinda sem leysa mun lög nr. 14/1905 af hólmi. Við frumvarpið er gerð ein athugasemd. 

Skv. 9. gr. frumvarpsins er fyrningartími skaðabótakrafna, þar með taldar skaðabótakröfur vegna vinnuslysa, verði færður úr 10 árum í 4 ár. Eiginleg rök eru ekki færð fyrir þessari breytingu en þess getið í greinargerð að fyrningartími slíka krafna sé almennt styttri á Norðurlöndunum. Margvíslegar ástæður geta legið til þess að ekki er hafist handa innan fjögurra ára frá því að tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og hinn bótaskylda. Ekki verður séð að núverandi fyrningartími hafi valdið vandkvæðum í framkvæmd eða verið atvinnurekendum eða atvinnulífinu íþyngjandi þegar um vinnuslys hefur verið að ræða. Hinn stutti fyrningartími mun hins vegar gefa óþarfa tilefni til deilna um upphaf hvort kröfur af völdum vinnuslysa séu fyrndar eða ekki. ASÍ leggst því eindregið gegn framangreindri styttingu.

F.h. Alþýðusambands Íslands,

Magnús M. Norðdahl hrl.,  

lögfræðingur ASÍ.