Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins

Reykjavík, 13. október 2014
Tilvísun: 201409-0020

Efni: Frumvarp til laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, 106. mál

Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er hér um að ræða lögfestingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 frá 5. apríl 2011, um frjálsa för launafólks. Með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland skuldbundið til að leiða reglugerðina í lög hér á landi.

Alþýðusambandið telur rétt að árétta að með aðildinni að EES og á grundvelli þeirrar reglugerðar ESB sem hér er verið að lögfesta er Ísland að taka á sig skyldur sem mikilvægt er að hlutaðeigandi aðilar séu upplýstir um og að þeir uppfylli með fullnægjandi hætti. Slíkt er mikilvæg forsenda þess að einstaklingarnir njóti þeirra réttinda sem þeim ber og að skuldbindingarnar valdi ekki röskun á íslenskum vinnumarkaði. Nefnd sú sem kveðið er á um í 3. gr. frumvarpsins hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum.

Í ljósi framanritaðs leggur Alþýðusambandi til að frumvarpið verði samþykkt.


Virðingarfyllst,
f.h. Alþýðusambands Íslands
Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ