Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála vegna gengistryggðra lána

Reykjavík 26.02 2010

Mál: 201002-0014

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála vegna gengistryggðra lána. (392 mál)

Alþýðusamband Íslands styður framangreint frumvarp. Nauðsynlegt er að meðferð einkamála er varða lögmæti annarrar viðmiðunar í lánsviðskiptum en verðtryggingar og vaxta verði flýtt svo sem verða má og að nauðungarsölur fari á meðan ekki fram á grundvelli þeirra.

Sú athugasemd er gerð við 2.gr., hvort notkun hugtaksins „dagsgengi“ geti gefið tilefni til ágreinings eða vafa í framkvæmd en hugtakið er nokkru þrengra en hugtakið „gengistrygging“.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ