Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði (1)

Reykjavík: 29.10.2012
Tilvísun: 201210-0019
 
 
 
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, 161. mál.
 
 
Alþýðusamband Íslands vekur athygli Alþingis á því, að frekari þróun í þá átt að færa framkvæmd hins formlega opinbera valds fjær því fólki sem býr í dreifðari byggðum landsins en nú þegar er orðið getur verið varhugavert. Með frumvarpinu er opnað mjög á allar tilfærsluleiðir sem oftast leiðir af sér með tíð og tíma, niðurskurð með óhjákvæmilegum samþjöppunaráhrifum til stærri byggða. Færa má gild rök fyrir því að slíkt geti til lengri tíma litið verið fallið til þess að draga úr borgaralegu öryggi.
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson.  
lögfræðingur hjá ASÍ