Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðnagreiðslna, 99. mál

Reykjavík, 2. 12. 2010

Tilvísun: 201011-0063

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðnagreiðslna (styttra tímamark), 99. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þjóðaratkvæðnagreiðslna.

Með frumvarpinu er lagt til að víkja megi frá ákvæði 1. mgr. 4. gr. laga nr. 91/2010 ef almennar kosningar eru boðaðar innan þriggja mánaða frá samþykkt þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu.

ASÍ vekur athygli á því að, að ein forsenda þess að fram fari marktækar þjóðaratkvæðagreiðslur er sú að fram fari víðtæk og vönduð kynning og samfélagsleg umræða um þau mál sem greiða skal þjóðaratkvæði um sbr. m.a. greinargerð með 6. gr. laganna. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur með stuttum fyrirvara í aðdraganda almennra kosninga. Að þessu leyti samræmist frumvarpið ekki markmiðum laga 91/2010.

Virðingarfyllst,

Dalla Ólafsdóttir

Lögfræðingur