Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð

Reykjavík, 16.04.2014
Tilvísun: 201404-0006

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, 426 mál

ASÍ tekur undir markmið frumvarpsins að: „...efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.“ Þessu markmiði á að ná með því að fela sérstöku ráði, fjármálastöðugleikaráði skilgreint hlutverk.
Í frumvarpinu er lagt til að settur verði á stofn formlegur vettvangur stjórnvalda sem hafa á yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar og þeim vettvangi skapaður formlegur lagalegur grunnur.
Með frumvarpinu er brugðist við einni þeirra megin veilna sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar, þ.e. skorti á tengslum heildar- og eindareftirlits á fjármálamörkuðum sem leiddi til þess að enginn einn aðili hafði heildaryfirsýn yfir stöðu fjármálakerfisins.

F.h. Alþýðusambands Íslands,
Ólafur Darri Andrason,
hagfræðingur hjá ASÍ