Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta (skiptakostnaður)

Efni: Frumvarp til laga um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta (skiptakostnaður), 233. mál.
 
Alþýðusamband Íslands styður eindregið að markhópi frumvarpsins verði auðveldað að láta taka bú sitt til gjaldþrotaskipta. ASÍ er hins vegar ekki sammála því að það verði best gert með þeim hætti sem lagt er til. Í allflestum tilvikum er um að ræða eignalaus eða eignalítil bú einstaklinga. Skipti á þeim eru einföld og ekki kostnaðarsöm. Í stað þess að úthluta starfandi lögmönnum 250 þúsund krónum til lúkningar hvers máls, færi að áliti ASÍ betur á því að verkefni þetta yrði falið umboðsstarfalausu sýslumannsembætti. Þannig mætti draga úr útgjöldum, tryggja að bakreikningar yrðu ekki til og flýta uppgjöri mála. 
 
 
Virðingarfyllst, 
Magnús M. Norðdahl hrl.,   
lögfræðingur ASÍ