Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um fiskeldi

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi, 530. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi, 530. mál.

Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði, fiskræktar o.fl. til fiskistofu, 531. mál. Með þessum tveimur
frumvörpum er reynt að samræma eins og kostur er löggjöf og stjórnsýslu fiskeldis, hvort sem um er að ræða eldi vatnafiska eða nytjastofna sjávar.

Alþýðusambandið hefur trú á að sú einföldun á regluverki sem að er stefnt með frumvörpunum geti skapað hagstæð skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og eflt atvinnulíf og byggð í landinu. Um leið er rétt að ítreka mikilvægi þess
að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að frumvarpið sem hér er til umsagnar verði samþykkt.