Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara

Reykjavík 25. maí 2011

Tilvísun: 201105-0013

 

Efni: Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara, 754 mál.

Lög um sérstakan saksóknara voru sett við mjög sérstakar aðstæður í íslensku samfélagi. Þær kölluðu á sértækar og öflugar aðgerðir sem standa skyldu meðan þær sérstöku aðstæður réttlættu það. Þær aðstæður eru enn til staðar og ekki sér fyrir endann á umfangsmiklum og flóknum rannsóknum embættisins. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á því, að varasamt kunni að vera við þessar aðstæður að efna til þeirra skipulagsbreytinga sem frumvarpið boðar þar sem þær geti tafið framgang þeirra rannsókna sérstaks saksóknara sem því embætti var ætlað að sinna.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.

Lögfræðingur ASÍ