Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013

Reykjavík, 20. desember 2013
Tilvísun: 201311-0051
 
 
Efni: Frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013
 
Lög nr. 60/2013 um náttúruvernd voru samþykkt á Alþingi í mars 2013 með þeim fyrirvara að fresta gildistöku þeirra um tæpt ár. Þegar eins viðamikið frumvarp og heildarlög um náttúruvernd er lagt fram er mikilvægt að breið sátt náist um efnistök þess þar sem skiptar skoðanir ólíkra hópa samfélagsins koma óhjákvæmilega fram.
ASÍ telur mikilvægt að Alþingi standi vörð um þau faglegu vinnubrögð sem einkennt hafa þá miklu og löngu undirbúningsvinnu sem að baki laga um náttúruvernd liggur, þar sem unnið var út frá þeirri forsendu að umhverfi er hin ytri náttúra umsköpuð af tæknilegu valdi mannsins. 
Þegar nýtt frumvarp til heildarlaga um náttúruvernd var lagt fram fyrr á þessu ári fagnaði Alþýðusamband Íslands tilkomu þess, en benti á að mikilvægt væri að taka tillit til sjónarmiða þeirra atvinnugreina sem ættu beinna hagsmuna að gæta s.s. ferðaþjónustu. 
 
Virðingarfyllst,
Maríanna Traustadóttir
sérfræðingur hjá ASÍ