Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum

Reykjavík 31. mars 2011

Tilvísun: 201103-0022

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum, 561 mál.

Með frumvarpinu er þess freistað að skapa sátt um breytingu á vatnalögum með endurbótum á lögum 15/1923. Í umsögn ASÍ um frumvarp til þess sem síðar urðu lög 20/2006 voru ekki gerðar efnislegar athugasemdir og frumvarpið talið mæla fyrir um hagkvæmari og sjálfbærari nýtingu vatns. Erfitt er að bera þessi tvö lagafrumvörp saman en Alþýðusamband Íslands vekur athygli á því, að með forgangsröðun að vatni skv. 6.gr. frumvarpsins er ekki tekið með fullnægjandi hætti tillit til réttar almennings. Það á bæði við um þarfir almennings til aðgangs að vatni almennt sem og þarfa atvinnulífs til þess og orku vegna starfsemi sinnar m.a. þegar vatn verður af skornum skammti. Jafnframt er hugtakið „búsþarfir“ þrengt og á nú einungis við um þarfir á sviði atvinnurekstrar í landbúnaði stað þess m.a. að taka til fiskvinnslu eins og er skv. gildandi lögum. Í frumvarpinu er þess víða getið, að breytingar á því hafi verið unnar m.a. til þess að taka tillit til breyttra samfélagshátta. Framangreind forgangsröðun felur þau sjónarmið ekki í sér.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.

Lögfræðingur ASÍ