Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012 (kaup á vörum og þjónustu)

Reykjavík: 6.10 2015
Tilvísun: 201509-0017


Efni: Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012 (kaup á vörum og þjónustu), 19. mál.

Alþýðusamband Íslands styður eindregið þau markmið sem liggja að baki þessu frumvarpi sem eru þau fyrst og fremst er að tryggja aðgang að upplýsingum um ráðstöfun sameiginlegra fjármuna og auka þannig aðhald og ráðdeild. Tvímælalaust mun frumvarp þetta, ef að lögum verður, jafnframt vinna gegn spillingu. ASÍ vekur hins vegar athygli á því, að ein aðferð til þess að fela upplýsingar og draga athygli almennings frá þeim, getur falist í of umfangsmikilli birtingu þeirra. Innkaup að fjárhæð kr. 150.000.- eru ekki há tala og líklega er fjöldi reikninga vegna innkaupa af þessari stærðargráðu verulegur. Lægsta viðmið skv. www.USASpending.gov eru 3000. - bandaríkjadalir eða c.s. 380.000.- ÍKR. Smærri innkaup eru birt reglulega ef verslað hefur verið með kreditkorti. Þannig er birting stærri innkaupa skilin frá þeim smærri sem eykur gildi upplýsinganna í heild sinni. Bandaríkin ganga einnig lengra og birta reglulega yfirlit sömu aðila um svo sem verksamninga, lán, styrki og ábyrgðir ( laun, bætur og annað þess hátta undanskilið ) ef fjárhæð er umfram 3.000.000.- ASÍ telur æskilegt að gildissvið laganna yrði jafnframt látið taka til þessara þátta.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ