Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til samkeppnislaga, 384. mál, samruni fyrirtækja, EES-reglur.

Að sinni gerir Alþýðusambandið ekki athugasemdir við frumvarpið, aðrar en þær að það leggst gegn því að veltumörk fyrirtækja við samruna eins og þau eru tilgreind í 17. gr. laganna, verði hækkuð. Þar sem íslenskur markaður er mjög lítill, telur Alþýðusambandið að það muni veikja mjög samkeppniseftirlit ef þessi mörk verði hækkuð úr því sem nú er.

Alþýðusambandið leggur því til að veltumörkin í 17. gr. haldist óbreytt frá því sem er í núgildandi lögum.