Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005 o.fl.

Einn megintilgangur samkeppnislaga er að verja neytendur fyrir ólögmætri samkeppni fyrirtækja eða samtaka fyrirtækja. Skýrar og einfaldar reglur sem tryggja hraða og málefnalega meðferð án þess að setja í uppnám réttarstöðu einstaklinga hvers aðkoma er nauðsynleg til þess að upplýsa mál eru nauðsynlegar til þess að sú vernd sé virk. Þær tillögur sem er að finna í frumvarpi þessu eru til bóta hvað þetta varðar og styrkja stöðu samkeppnisyfirvalda.

F.h. Alþýðusambands Íslands,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ