Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt

Reykjavík 25. mars 2011

Tilvísun: 201103-0002

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, 393. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, 393. mál.

Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði tímabundið að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og tengdum búnaði til húshitunar.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að raforka sem þarf til að knýja slíkt dælukerfi sé mun minni en þyrfti við hefðbundna rafhitun. Stofnkostnaðurinn við að koma upp slíkum búnaði sé þó nokkuð hár og geti verið hindrun fyrir því að hann sé keyptur. Þá hindrun mætti minnka verði frumvarpið að lögum.

ASÍ styður viðleitni til að draga úr kostnaði íbúa á „köldum“ svæðum vegna rafhitunar húsa og mælir með því að frumvarpið sem hér er til umsagnar verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst,

Stefán Úlfarsson

Hagdeild ASÍ