Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010

Reykjavík, 21. maí 2012
Tilvísun: 201205-0017
 
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010 – 663. mál
 
Efni frumvarpsins fjallar um heimildir ráðherra, annarra en mennta- og menningarmálaráðherra, til að setja reglugerðir þar sem reynir á útgáfu leyfis eða löggildingar til ákveðinna starfa, eftir því sem við á.
 
Að mati Alþýðusambandsins er hér um að ræða nauðsynlega lagfæringu á núgildandi löggjöf og mælir því með samþykkt frumvarpsins.
 
 
Virðingarfyllst,
 
F.h. Alþýðusambands Íslands
 
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri