Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.

Reykjavík 24. nóvember 2010

Tilvísun: 201011-0036

 

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. 206. mál.

Frumvarpinu er ætlað að leysa úr óvissu um réttarstöðu skuldara og kröfuhafa sem samið hafa um gengistryggingu í lánaviðskiptum. Leitast er við að leysa úr þeirri óvissu með samræmdum hætti, óháð orðalagi og framkvæmd viðkomandi lánasamninga þannig að úr réttarstöðu allra skuldara í sömu eða sambærilegri stöðu verði leyst með sambærilegum eða sama hætti. Frumvarpið ætti því að skapa meira öryggi og festu í fjármálalífinu. Alþýðusamband Íslands styður þessi markmið frumvarpsins.

Frumvarpið er hins vegar flókið og texti þess lítt aðgengilegur og á því kunna þess vegna að vera efnislegir og tæknilegir gallar. Auk þess er ljóst að með frumvarpinu er fjallað um eignar- og kröfuréttindi sem njóta verndar skv. eignarréttarákvæðum stjórnarskrár. Af þessum ástæðum hefur ASÍ áhyggjur af því að markmiðum frumvarpsins verði ekki náð án samhliða samninga við fjármálafyrirtækin og þannig leyst fyrirfram úr hugsanlegum ágreiningi um skaðabótaskyldu.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl. 

Lögfræðingur ASÍ