Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

Reykjavík, 13. október 2014
Tilvísun: 201410-0017

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (hæfi dyravarða), 158. mál.

Alþýðusambandið styður framangreint frumvarp enda er hér um brýnt hagsmuna- og framfaramál að ræða. Jafnframt er lögð áhersla á að við reglugerðarsmíðina verði haft samráð við stéttarfélög dyravarða og samtök þeirra, Starfsgreinasamband Íslands. Í því sambandi skal bent á að þegar er til staðar áralöng reynsla af námskeiðahaldi fyrir dyraverði í góðu samstarfi stéttarfélaganna og lögreglustjóra- og sýslumannsembætta á viðkomandi stað, sem mikilvægt er að nýta.

Í ljósi framanritaðs leggur Alþýðusambandi til að frumvarpið verði samþykkt hið allra fyrsta og efni þess hrint í framkvæmd.

Virðingarfyllst,
f.h. Alþýðusambands Íslands
Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ