Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl., EES-reglur)

Reykjavík: 06.02.2013
Tilvísun: 201301-0046
 
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl., EES-reglur), 489. mál.
 
Alþýðusamband Íslands gerir engar efnislegar athugasemdir við frumvarpið og styður heils hugar að það njóti framgangs á yfirstandandi þingi og verði að lögum. Verði frumvarpið að lögum er það mat ASÍ að það muni stuðla að heilbrigðari rekstri vátryggingarfélaga og aukinni neytendavernd. 
 
Vátryggingarstarfsemi gegnir sérstöku og mikilvægu hlutverki í samfélagslegu tilliti og til slíkrar starfsemi verður að ríkja traust sem að einhverju leyti beið hnekki í kjölfar efnahagshrunsins í árslok 2008. Með vísan í framangreint er ákvæðum frumvarpsins í 16. – 19. gr. um hæfi til stjórnarsetu annars vegar og sérstaka slitameðferð vátryggingarfélaga hins vegar, sérstaklega fagnað.  
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson
Lögfræðingur hjá ASÍ