Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði

Reykjavík 03.05 2010

Mál: 201004-0018

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði (561 mál ).

Alþýðusamband Íslands styður mjög eindregið samþykkt þessa frumvarps. Með því eru gildandi lög nr. 50/2009 lagfærð og aðlöguð sem sjálfstætt úrræði til hliðar við almenna greiðsluaðlögun. Úrræði laganna munu nýtast þeim sem ekki hafa þörf fyrir almenna greiðsluaðlögun og eru nauðsynlegur hluti þeirra heildstæðu úrræða sem skuldsettum einstaklingum og fjölskyldum standa til boða.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ