Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Reykjavík 12.4 2017
Tilvísun: 201703-0031


Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál

Tilgangur frumvarpsins er að vega á móti þeim áhrifum sem lög nr. 40/2014 um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar hafa á útsvarstekjur sveitarfélaga. Fyrir liggur að öll sveitarfélög landsins verða fyrir tekjumissi vegna ofangreindrar heimildar til ráðstöfunar á séreignarsparnaði sem bættur er að hluta til með umræddu frumvarpi. ASÍ mælir með samþykkt frumvarpsins en vekur jafnframt athygli á því að 10 ára heimild til skattfrjálsrar úttektar á séreignarsparnaði til fyrstu kaupa og framlenging á almennri heimild til nýtingar á séreignarsparnaði til niðurgreiðslu á húsnæðislánum um tvö ár, eða til 30. júní 2019, hefur þau áhrif að sveitarfélögin verð áfram af verulegum útsvarstekjum sem ekki liggur fyrir hvernig þeim hvernig þeim verður bætt.


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ