Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum

Reykjavík 18.03 2010

Mál: 201003-0006

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum

Alþýðusamband Íslands styður eindregið framgang þessa máls. Eftirfarandi athugasemd er þó gerð við efni frumvarpsins. Samkvæmt 1.gr. l. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gilda þau lög einungis um þá starfsmenn ríkisins sem gegna aðalstarfi í þágu þess. Í 3 kafla frumvarpsins er fjallað um breytingar á þeim lögum. Taka þarf af allan vafa um að þær mikilvægu breytingar sem gerðar eru á lögum 70/1996 taki til allra starfsmanna ríkisins en ekki einungis hluta þeirra.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ