Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (1)

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, 432. mál.

Í frumvarpinu er lagt til að það teljist veiðar í atvinnuskyni, en ekki tómstundaveiðar, þegar eigandi eða útgerð báts tekur gjald af þeim sem nýta bátinn til veiða. Bátar sem nýttir eru með þessum hætti þurfa samkvæmt því m.a. að hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni og nægar aflaheimildir.

Alþýðusamband Íslands gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

F. h. Alþýðusambands Íslands,

Stefán Úlfarsson
Hagdeild ASÍ