Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur

Reykjavík: 3.5 2019
Tilvísun: 201904-0041

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, 770. mál

Alþýðusamband Íslands gerir ekki athugasemdir við efni frumvarpsins en vill þó láta í ljósi þá skoðun sína, að aðsetri Félagsdóms verði ekki hagað þannig að til verulegs kostnaðarauka verði fyrir aðila þeirra mála sem fyrir dóminum eru rekin. Oft á tíðum þarf og að kalla dóminn saman með skömmum fyrirvara og honum skylt að ljúka störfum í tilteknum málum innan mjög stuttra fresta. Til þessa ber að taka tillit þegar framtíðar aðsetur dómsins verður ákveðið.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ