Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (sálfræðimeðferð)

Reykjavík 21.3.2019
Tilvísun: 201903-0002

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (sálfræðimeðferð), 513. mál

Alþýðusambandið tekur heilshugar undir markmið frumvarpsins um að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins enda mjög brýnt að tryggja aðgengi allra að sálfræðimeðferð og annarri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

ASÍ telur að skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þessa sé að auka aðgengi að þjónustunni innan heilsugæslunnar og á göngudeildum.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ